Fréttir

25
apr
2024

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur á þessum fyrsta degi sumars. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum, í sumar.  

24
apr
2024

Heimsókn í Ásmundarsal

Konur 46 ára og eldri hittast þriðjudaginn 7. maí kl. 13:00 í Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Að þessu sinni munum við kynnast ungum og framsæknum listamanni sem heitir Pétur Geir en honum var boðið að sýna á listahátíð í Ásmundarsal. Hann mun gefa okkur leiðsögn og segja okkur frá sköpunarferlinu og við fáum okkur svo kaffi saman á kaffihúsi safnsins

Lesa meira

23
apr
2024

Aðalfundur Ljóssins 2024

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 7. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

16
apr
2024

Oddfellow konur Þorgerðar færðu Ljósinu skapandi styrk

Vaskar konur úr Oddfellow stúku númer sjö færðu Ljósinu formlega í gær saumavélar sem ætlaðar eru námskeiðshaldi í Ljósinu. Meðlimir stúkunnar, sem ber hið sterka og fallega heiti Þorgerður, þekkja vel til starfsins í Ljósinu og vildu með gjöfinni styðja við starfið og sýna stúkusystrum sínum sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið stuðning. Katla Sigurðardóttir, klæðskera- og kjólameistari sem og kennari

Lesa meira

15
apr
2024

Óteljandi tónar úr örfáum litum – Innlit í myndlist í Ljósinu

Það myndast sérstök stemning í litagleðinni í myndlistartímum í Ljósinu og margir eignast sínar fyrstu trönur eftir eftir að hafa sótt endurhæfingu í Ljósið í kjölfar krabbameinsgreiningar. Frá upphafi hefur stór hluti endurhæfingarinnar verið í gegnum handverk og list. Það hefur löngum verið sagt að listin hafi sannan lækningamátt en því til viðbótar sýna æ fleiri rannsóknir fram á að

Lesa meira

11
apr
2024

Laus sæti á fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Enn eru laus sæti á námskeið fyrir fólk sem er með langvinnt krabbamein sem hefst 15. apríl. Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir. Einnig kynnum við leiðir

Lesa meira

10
apr
2024

Heimsókn þjónustuþega í Borgir í Spönginni

Miðvikudaginn 17. apríl kl 13:30 eru allir Ljósberar velkomnir í heimsókn í Borgir í Spönginni. Þar fáum við kynningu á líflegu og fjölbreyttu félagsstarfi í félagsmiðstöðinni Borgum. Öll velkomin en skráning fer fram í móttöku Ljóssins. Hópurinn hittist í anddyri Borga – Spönginni 43 klukkan 13:00.  

10
apr
2024

Fluguhnýtingar í sumarfrí þann 11. apríl

Við minnum alla veiðigarpa á að síðasti tíminn í fluguhnýtingum í vor verður fimmtudaginn 11. apríl. Það er því um að gera að ganga frá öllum lausum hnútum og fara yfir veiðimarkmið sumarsins.

8
apr
2024

Pop-up tími í bandvefslosun 19. apríl

Við brjótum aðeins upp dagskrá líkamlegrar endurhæfingar föstudaginn 19. apríl og bjóðum þjónustuþega Ljóssins velkomna í tíma í bandvefslosun klukkan 12:30. Tíminn verður í tækjasalnum og því falla teygjutími, þoltími sem og opinn tími í tækjasal niður á þeim tíma. Í þessum tíma verður gestaleiðbeinandi en það er hún Hekla sem sem heldur úti vefnum bandvefslosun.is. Athugið að takmarkaður fjöldi

Lesa meira

4
apr
2024

Færðu Vökudeild heklaða kolkrabba í hitakassa fyrirbura

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði heklað kolkrabba fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Í gær afhentu fulltrúar Ljóssins Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra Vökudeildar afraksturinn. Þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær út úr því ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap

Lesa meira